- Girðingavinna -

Það getur verið þægilegt að stúka sig aðeins af fyrir ágangi fólks og veðurs með því að reisa girðingu við lóðarmörk.  Einnig getur verið nauðsynlegt að veita plöntum og gróðri skjól með góðri girðingu. 

Það geta verið fjölmargar ástæður fyrir uppsetning girðingar en hvert sem tilefnið er sjáum við um að reisa hana fyrir þig, allt frá því að mæla efnið sem þarf og sækja það, til þess að saga það í réttar stærðir og koma svo upp í reisulega girðingu.

Dæmi um girðingarvinnu má sjá hér fyrir neðan: 

Svona komum við að lóðinni, ekkert grindverk, óvarinn mispill á vindasömum stað og risastór sandkassi (fullur af möl) sem við vorum beðin um að minnka í leiðinni.

Þarna má glöggt sjá stærð sandkassans fyrir minnkun, fullur af steinum eða möl.

Hér er búið að grafa fyrir staurunum niður í frostfrítt og skipta út auðfrjósanlegum jarðvegi fyrir frostfría grús áður en hafist er handa við að girða.

Hér er girðingin komin upp og við búin að færa til gróður snyrtilega í hornið utan við girðinguna, sem áður var illa til hafður og óskipulega niður settur á víð og dreif á lóðinni.

Ef glöggt er litið má sjá að sandkassinn hefur verið minnkaður um um það bil helming, steinunum sem voru í honum skipt út fyrir mjúkan sand og tyrft í bilið sem myndaðist við smækkun sandkassans, allt mjög snyrtilegt!